top of page

Godthaab

Við hittum á Daða Pálsson og Sigurjón Óskarsson, tvo af fimm eigendum Godthaab sem er fiskvinnslu fyrirtæki í Eyjum. Í Godthaab vinna þeir mest þorsk, ufsa og ýsu einnig vinna þeir aukategundir t.a.m. gulllax og langlúru, svo eiga þeir til að vinna hinar ýmsu tegundir sem eru keyptar á fiskmarkaðinum. Þeir eru með þrjár flökunarvélar, tvær Baddervélar og eina Curiovél. Þeir vinna bæði ferskt og frosið. Uppistaða fisksins sem er unnin hjá þeim fer til Evrópu en þeir selja einnig til Ameríku, það er lítill hluti sem selst á Íslandi eða undir 1%. Það er allt selt út ferskt eða frosið með undantekningu á harðfiskinum og saltfiskinum sem á eftir að útvatna. Unnin eru u.þ.b 7500 tonn af fisk á ári 3000 tonn af þorski, 3000 tonn af ufsa og 1000 tonn af ýsu, einnig eru unnin 100 tonn af Gulllax, Langlúru og þessum auka tegundum. Ferlið frá því að fiskurinn kemur á bryggjunna og þangað til þeir selja hann er eftirfarandi. Ferlið byrjar niður á bryggju þar sem honum er landað úr skipunum, þar fer hann yfir hafnarvog síðan upp í Godthaab. Fiskurinn er sendur beint í kæli til að halda honum ferskum, síðan er fiskurinn unnin eins fljótt og hægt er. Það er mismunandi hvaða fiskitegund er unnin fyrst en það fer eftir því hvert fiskurinn fer eða á hvaða markaði hann á að fara. Þegar byrjað er að vinna fiskinn er hann settur í þvottakar og þveginn áður en að hann er hausaður, síðan er fiskurinn flakaður, eftir það eru flökin tekin og roðrifin i vél. Síðan fer fiskurinn upp á flæðilínu þar sem fiskurinn er styrktur og skorinn í ákveðnar pakkningar sem þeir eru búnir að setja á tölvuna hjá starfsfólkinu sem vinnur á flæðilínunni. Starfsfólkið þar setur fiskinn á ákveðinn stað eftir því hvort hann fari í ferskt eða frosið þannig eru allir meðvitaðir um hvernig þetta á að fara fram. Fiskinum er svo pakkað í ákveðnar pakkningar eftir því hvort hann fari með flugi eða í skipi sem fer þá inn á Ameríkumarkað eða Evrópumarkað, eftir það fer frosni fiskurinn í frystiklefa og ferski fiskurinn inn í kæli þar sem hann er geymdur fram að sölu. Daði og Sigurjón voru þó sammála um að kostirnir við að eiga svona fyrirtæki væru að þeir skapa vinnu fyrir fólk í samfélaginu og að þeir séu að byggja upp öflugt fyrirtæki til framtíðar, einnig sé það mjög lærdómsríkt. þótt þeir séu búnir að eiga fyrirtæki í 15 ár þá eru þeir enn að læra. Þeim leiðist líka ekki að fá að stjórna og ráða sjálfum sér. Þeir fundu ekki neina erfiðleika við það að eiga svona fyrirtæki þó að það væri nú misskemmtileg verkefnin sem þarf að leysa. Árlega veltan hjá fyrirtækinu var u.þ.b 1.6 milljarðar síðastliðið ár en minnkaði um 800 milljónir milli ára og hafði verkfall sjómanna og styrking krónunnar mikil áhrif á það. Það fara u.þ.b 330 milljónir í það að borga laun 55 starfsmanna sem vinna hjá Godthaab.

bottom of page