Iðunn Seafood
Við töluðum við Magga Stef (Framleiðslustjóra í Iðunn) um starfsemi Iðunnar. Iðunn er niðursuðu verksmiðja í Eyjum sem vinnur vörur sínar aðallega úr þorskalifur en einnig vinna þeir úr skötusels lifur. Iðunn er í 51% eigu Amanda Seafood sem er danskt niðursuðufyrirtæki, þar vinna þeir mikið fleiri vörur en í Eyjum, m.a niðursoðinn lax, niðursoðin síld, þeir framleiða kavíar úr allskyns fisktegundum, allskonar álegg eins og túnfisk, makrílálegg o.s.frv. Hinir sem eiga hlut í Iðunn eru Vinnslustöðin, Ós, Bergur-Huginn og fleiri. Þorsklifrin eru unnin þannig að þau fara fyrst í gegnum hitameðferð þar sem himnan á lifrinni dettur af, þá losnar maður líka við 98% ormana. Lifrin fer svo í gegnum snyrtilínu þar sem lifrin eru snyrt. Það þarf mjög lítið að snyrta lifrin bara skera utan af gall eða rauð stykki sem ekki eiga að vera utan á lifrinni. Síðan fer varan í reykofn en 85% af framleiðslunni er reykt og söltuð. Aðeins 15% er flutt út óreykt til sérstakra kúnna. Lifrin fer svo í lokunarvélina sem lokar dósunum, en áður en lifrin eru sett í lokunarvélina eru bragðefnum bætt við t.d basil og tómatar eða það sem þau framleiða a þeirri stundu. Salt er sett í botn dósarinnar áður en lifrin er sett í og í lokin bragðtegundin, síðan eru dósirnar gufusoðnar í suðuvélinni, það komast um 1.800 dósir í eina körfu og það komast 6 körfur í suðuna í einu, og það tekur í kringum 40 mín að sjóða. Þá blandast bragðefnin og saltið við lifrin og verður til þessi dýrindis blanda. Endingartími lifrana eru 5 ár en það nær svona löngum tíma vegna þess að varan er sótthreinsuð og soðin en þá er búið að drepa allar bakteríur, einnig því varan er alveg lofttæmd. Iðunn Seafood selur lifrin eingöngu erlendis en salan nær næstum út um allan heim nema Rússland. Það er vegna erfiðleika að koma vörunni þangað eftir að viðskiptabannið var sett 2015 á Rússland. Maggi segir að það sé erfitt að komast inn á þann markað aftur þar sem Rússar eru mjög spilltir og reyna meðal annars að rukka þrefalt, setja allskonar aukagjöld, o.s.frv. Það er mjög gott að komast inn á Rússa markaðinn ef þú kemst þangað. Mikið af lifrinni er seld til Frakklands, Portúgals og Spánar.
Árlega veltan hjá Iðunn er mjög fín, fyrstu tvö árin voru erfið í rekstri. Þau misstu af ‘’high season-inu’’ fyrstu tvö árin og fengu litið magn af lifur því fáir bátar voru tilbúnir að skipta um kúnna (vanafastir).
Iðunn Seafood framleiðir 3,5 milljón dósir á ári en markmið þeirra er a komast í fjórar milljónir. Frá febrúar til apríl er þorsk verktíðin, ‘’þá er allt troðfullt út að dyrum’’ vegna þess að þá eru allir að veiða þorsk.
Kostirnir við að reka svona vinnslu eru að geta boðið fólki vinnu. Það er gott fyrir Vestmannaeyjabæ það er einnig gott fyrir bátana að þurfa ekki að ferja alla aukaafurðina upp á land, geta frekar selt hana hérna og fengið meira fyrir hana. Svona vinnsla býður upp á mikið meira en bara vinnslu með lifur. Það væri t.d. hægt að sjóða niður lambalæri ef þú vildir. Þegar þeir eru komnir með þorsklifrin alveg á laggirnar, vill Maggi reyna að sjóða niður eitthvað ódýrt eins og makríl eða kolmuna í tómatsósu og senda til Nígeríu á sumrin meðan þorskurinn er að hrygna.
Erfiðleikarnir í þessu eru þeir að byrja nýtt fyrirtæki. Fyrstu fjögur árin eru lærdómsferli og að koma sér á framfæri, aðrir erfiðleikar eru háðir góðum frágangi frá sjómönnum en sjómenn áttu það til að vanda fráganginn ekki nægilega mikið en það eru eðlilegir byrjunar örðuleikar sem komið er á rétta braut hjá sjómönnum í dag. Jákvæð og góð samskipti spila stóran þátt í að reka fyrirtæki en þau þurfa að vera mjög góð, það þarf að fá fólk með sér í lið og fá trú á verkefninu til þess að það geti gengið upp.